NBA:

Er Melo á leiðinni til Cavaliers eða Thunder?

23.sep.2017  10:46 davideldur@karfan.is

 

Fyrir helgina sögðum við frá því að leikmaður New York Knicks, Carmelo Anthony, væri að öllum líkindum á leiðinni til Houston Rockets. Vegna klásúlu í samning leikmannsins, þá ræður hann sjálfur hvort og hvert hann fer og hafði hann verið sagður aðeins taka skiptum til Houston Rockets.

 

Samkvæmt nýjustu fréttum Adrian Wojnarowski hjá ESPN, hefur leikmaðurinn nú útvíkkað þennan lista sinn með því að bæta Cleveland Cavaliers og Oklahoma City Thunder við á hann. Þar sem að ekkert hefur gengið í samningviðræðum Knicks og Rockets er þá haldið að með því, sé jafnvel enn líklegra að hann endi hjá Thunder eða Cavaliers.

 

Fjölmiðladagur vegna komandi tímabils er á mánudaginn í New York, en ef ekki verður búið að ganga frá skiptum fyrir hann, er gert ráð fyrir því að verulega úrillur Carmelo Anthony mæti þar til leiks, þar sem að hann hélt að þetta yrði alltsaman komið á hreint  fyrir einhverju síðan.

 

 

Hvar vilt þú sjá Melo spila?