NBA:

Verður Melo kominn til Houston á mánudaginn?

20.sep.2017  19:37 davideldur@karfan.is

 

Fólkið í kringum leikmann New York Knicks, Carmelo Anthony, er hæfilega bjartsýnt á að hann verði kominn til liðs Houston Rockets fyrir næsta mánudag samkvæmt Frank Isola hjá New York Daily News.

 

Samkvæmt fregnunum hélt La La Anthony, eiginkona leikmannsins, fyrir tveimur vikum að skiptin væru yfirvofandi og eru Melo og öll fjölskyldan þegar flutt til Houston í huganum. Lið New York Knicks er undir nýrri stjórn Steve Miller og Scott Perry og líklega eru þeir enn að bíða eftir besta tilboðinu í hann. Stóra vandamálið í því öllu er að leikmaðurinn sjálfur hefur takmarkað þau lið sem koma til greina niður í aðeins eitt, Houston Rockets og þeir þurfa fyrst að losa samning Ryan Anderson áður en þeir geta átt í þessum skiptum við Knicks.

 

Síðasta tímabil Melo hjá New York, eins og frægt er orðið, hálfgert lestarslys. Þar sem meðal annars fyrrum forseti félagsins Phil Jackson sagði opinberlega að leikmaðurinn ætti að vera annarsstaðar. Með neitunarvaldið í farteskinu getur hann valið sér lið, sé það á annaðborð mögulegt og sér hann aðeins eitt lið þessa stundina, Houston Rockets. 

 

Þar myndi hann koma inn í lið sem inniheldur tvo aðra stjörnuleikmenn í þeim James Harden og Chris Paul og væri liðið líklegt til þess að valda miklum usla í annars harðri keppni Vesturstrandarinnar. Þar sem jafnvel er gert því í skóna að meistarar Golden State Warriors fái verðugan andstæðing.

 

Melo að sjálfsögðu kominn yfir sitt besta, en 33 ára gamall skilaði hann þó 22 stigum og 6 fráköstum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

 

 

 

Könnun: