1. deild karla

Hrunamenn/Laugdælir draga lið úr keppni þrem vikum fyrir mót

14.sep.2017  06:05 Oli@karfan.is

Þreföld umferð og ekkert lið fellur

Þær fréttir bárust í gær að sameinað lið Hrunamanna/Laugdæla hefði dregið lið sitt úr keppni í 1. deild karla. Hrunamenn sigruðu 2. deild karla á síðasta tímabili eftir að hafa unnið Gnúpverja í úrslitaeinvígi. 

 

Gnúpverjar sem einnig fóru upp í 1. deild halda ótrauðir áfram og hafa mannað lið fyrir tímabilið í 1. deild karla. Til stóð að Hrunamenn/Laugdælir myndu stilla upp liði í 1. deild en stjórn liðsins hefur nú tilkynnt KKÍ að af því verði ekki og liðið því dregið úr keppni. Einungis þrjár vikur eru þangað til keppni í 1. deild karla hefst. 

 

Þar sem deildin mun eingöngu innihalda níu lið í vetur hefur því verið ákveðið að leika þrefalda umferð og leika því öll lið 24 leiki í vetur. Fyrir vikið mun ekkert lið falla niður 2. deild karla á þessu tímabili. Frá þessu var greint á KKÍ.is í gær.