EuroBasket 2017:

Heldur ævintýri Slóveníu áfram?

14.sep.2017  09:49 davideldur@karfan.is

Leikur dagsins

 

Í kvöld mætast Evrópumeistarar Spánar og Slóvenía í undanúrslitum EuroBasket 2017 í Tyrklandi. Liðin þau einu sem fóru taplaus í gegnum riðlakeppni mótsins og því bæði 7-0 fyrir leik kvöldsins.

 

Spánn fór nokkuð örugglega í gegnum bæði 16 og 8 liða úrslitin. Í 8 liða gegn Þýskalandi og 16 liða gegn heimamönnum í Tyrklandi. Slóvenía fór örugglega áfram gegn Úkraínu í 16 liða, en svo eftir hörkuleik gegn Lettlandi í 8 lið úrslitunum.

 

Leikurinn hefst kl. 18:30 og er í beinni útsendingu á RÚV2.

 

Könnun Karfan.is á Twitter um úrslit leiksins:

 

 

Leikur dagsins:

Slóvenía Spánn - kl. 18:30 í beinni útsendingu RÚV2