Westbrook spilar NBA Jam við sjónvarpsstjörnu

13.sep.2017  06:00 Oli@karfan.is

Russell Westbrook leikmaður Oklahoma City Thunder nýtur lífsins í sumarfríinu þessa dagana áður en nýtt tímabil hefst. Þessi magnaði leikmaður sem var valinn MVP síðasta tímabils eftir að hafa verið með þrefalda tvennu að meðaltali í leik var í viðtali í spjallþætti Jimmy Fallon á dögunum. 

 

Þar tóku þeir einn leik í NBA Jam leiknum sem var gríðarlega vinsæll fyrir nokkuð mörgum árum. Leikurinn er fyrir margar sakir áhugaverður auk þess að vera háspenna. Val Russell á liðsfélaga í leiknum vakti þó athygli. 

 

Sjón er sögu ríkari: