Dominos deild karla:

Jalen Jenkins til KR

13.sep.2017  10:28 davideldur@karfan.is

 

KR hefur gengið frá ráðningu á bandaríska framherjanum Jalen Jenkins fyrir komandi tímabil í Dominos deildinni. Jenkins er 201 cm á hæð og nýútskrifaður úr George Mason háskólanum. Þar lék hann 128 leiki á síðustu fjórum árum, en á síðasta tímabili skilaði hann 12 stigum, 6 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

 

Samkvæmt samfélagsmiðlafærslu félagsins er leikmaðurinn mættur til landsins og mun hann vera með liðinu í fyrstu umferð Evrópukeppninnar gegn Belfius Mons í næstu viku.

 

Tölfræði Jenkins úr háskóla

 

 

 

Hér má sjá fallega sigurkörfu kappans gegn Manhattan: