Dominos deild karla:

Kevin Young til Keflavíkur

12.sep.2017  21:09 davideldur@karfan.is

Annar Jayhawk til Keflavíkur

 

Lið Keflavíkur í Dominos deild karla hefur gengið frá ráðningu á Kevin Young um að leika með þeim á komandi leiktíð, en hann er fæddur í Bandaríkjunum, en með Púertó Ríkó ríkisfang. Young er 27 ára, 203 cm framherji sem lék síðast með Indios de Mayagüez í efstu deild í Púertó Ríkó. Síðan að hann lék háskólabolta með Kansas Jayhawks (2011-2013) hefur hann leikið í efstu deild Puertó Ríkó, Kanada, Mexíkó sem og í NBA G deildinni.

 

Í Kanada lék hann með Halifax Rainmen árið 2014-15, en eftir það tímabil var hann bæði valinn í fyrsta úrvalslið deildarinnar, sem og var hann valinn varnarmaður ársins.

 

Þá hefur hann einnig leikið landsleiki fyrir Púertó Ríkó, en hann var í liði þeirra á Ameríkuleikunum árið 2015. Í liði sem innihélt meðal annarra NBA leikmanninn JJ Barea og var þjálfað af háskóla goðsögninni Rick Pitino.

 

Mynd / Young (til hægri) í leik með Kansas gegn Kentucky

 

Young er ekki fyrsti Kansas leikmaðurinn sem kemur til Keflavíkur. Árið 2003 sömdu þeir við Nick Bradford, sem einnig hafði spilað í sterku liði Kansas Jayhawks og lék síðan með Keflavík í nokkur ár. Young lék í tvö ár með Kansas. Byrjaði inni á í 33 leikjum á seinna ári sínu þar í einu allra sterkasta háskólaliði Bandaríkjanna.

 

Smkvæmt heimildum mun Young mæta til landsins á morgun og því þykir ekki ólíklegt að hann verði með liðinu á æfingamóti í Þorlákshöfn komandi helgi.

 

Hérna er það helsta frá honum frá síðasta tímabili: