Dominos deild kvenna:

Erika Williams til Njarðvíkur

12.sep.2017  13:06 davideldur@karfan.is

 

Dominos deildarlið Njarðvíkur hefur samið við Eriku Williams fyrir komandi leiktíð. Erika er bakvörður/framherji frá CSU Bakersfield háskólanum í Bandaríkjunum. Þar skilaði hún 12 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik.

 

Samkvæmt þjálfara liðsins, Hallgrími Brynjólfssyni, er Erika leikmaður sem getur leikið nokkrar stöður á vellinum og að hún sé mikil íþróttakona. Bindur hann vonir um að hún geti hjálpað annars ungu liði Njarðvíkur að vaxa og dafna enn frekar.

 

Tölfræði hennar úr háskóla

 

 

Brot frá síðasta tímabili hennar: