Eurobasket 2017:

Átján ára Doncic leiddi Slóveníu í undanúrslit

12.sep.2017  20:30 Oli@karfan.is

Slóvenía tryggði sér sæti í undanúrslitum Eurobasket 2017 í kvöld með góðum sigri á Lettlandi. Slóvenar voru betri framan af leik en Lettland komst yfir rétt fyrir hálfleik. 

 

Goran Dragic dróg Slóveníu vagninn af stað með 11-0 áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks og kom Slóveníu í góða stöðu. Lettar með Portzingis fremstan meðal jafningja gáfust aldrei upp og héldu leiknum jöfnum fram á lokamínúturnar. 

 

Hinn átján ára Luka Doncic tryggði síðan sigurinn með ótrúlegum körfum í lokin. Setti galin þriggja stiga skot og síðan vítaskot á lokasekúndunum ískaldur og lokaði leiknum. Lokastaðan var 103-97 en dómari leiksins gaf út gríðarlegt magn af tæknivillum í lokin er Anthony Randolph og Kristaps Portzingis lentu saman. 

 

Portzingis átti ótrúlegan leik fyrir Lettland þrátt fyrir að hafa tapað, hann var með 34 stig í leiknum. Luka Doncic og Goran Dragic fóru fyrir liði Slóveníu í leiknum, Doncic með 27 stig og 9 fráköst en Dragic með 26 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst. 

 

Slóvenía mætir Spáni í undanúrslitum mótsins á fimmtudag en leikurinn fer fram kl 18:30 á Íslenskum tíma. 

 

Tölfræði leiksins