Dominos deild karla:

Kristófer Acox til Star Hotshots

11.sep.2017  21:37 davideldur@karfan.is

 

Landsliðsmaðurinn og leikmaður meistara KR í Dominos deildinni, Kristófer Acox, er samkvæmt frétt mbl.is á leiðinni til Star Hotshots á Filipseyjum. Deildin þar ytra á nokkuð ólíkum tíma og sú er hefst hér heima þann 5. október næstkomandi, en þar eru aðeins fjórir leikir eftir fyrir úrslitakeppni. Er liðið í 7. sæti deildarinnar sem stendur, en þarf að vinna þrjá þeirra fjögurra leikja sem eftir eru til að ná inn í úrslitakeppnina.

 

Samningur Kristófers er út þessa leiktíð ytra, líklegt hlýtur því að teljast að hann missi af fyrsta hluta Evrópuævintýris KR  sem hefst nú í lok mánaðar þegar að liðið mætir belgíska félaginu Belfius Mons-Hainaut heima og heiman í undankeppni FIBA Europe Cup. Samkvæmt mbl.is kom þetta upp hjá leikmanninum eftir leiki Íslands á lokamóti EuroBasket í Helsinki fyrr í mánuðinum, en hann segir þetta ekki eigi eftir að breyta fyrirgerðum áætlunum sínum um að leika með KR í vetur.

 

Hérna er meira um lið Star Hotshots