Valskonur semja við erlendan leikmann

Lexi Petersen semur við Val

12.ágú.2017  12:22 Oli@karfan.is

Valur hefur samið við erlendan leikmann fyrir komandi tímabil í Dominos deild kvenna. Leikmaðurinn heitir Lexi Petersen og er 24. ára bakvörður. Lexi hefur leikið í efstu deild á Grikklandi en hún kemur úr Oregon háskólanum. Hún á að taka við af Mia Lloyd hjá liðinu en Lexi er þó ætlað að leika stöðu ás eða tvist að sögn forsvarsmanna Vals. 

 

Lokaárið í háskólaboltanum var með 13,4 stig, 3,5 fráköst, 2,5 stoðsendingar og 1,1 stolna bolta að meðaltali í leik. Hún var með 46% nýtingu í tveggja stiga og 44,7% í þriggja stiga. Í grísku deildinni 2016-2017 var hún með 10,9 stig, 6,3 fráköst, 2,4 stoðsendingar og 49% nýtingu. Hún var einnig valin í úrvalslið deildarinnar.

 

Valskonur enduðu í fimmta sæti Dominos deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið hefur samið við helstu lykilmenn liðsins frá síðasta tímabili auk þess sem Ásta Júlía Grímsdóttir, Ragnheiður Benónýsdóttir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Kristín María Matthíasdóttir eru komnar til liðsins.