Æfingamót í Kazan í Rússlandi:

Þjóðverjar lögðu Ísland í fyrsta leik

11.ágú.2017  21:26 davideldur@karfan.is

 

Íslenska landsliðið tapaði fyrir Þýskalandi 66-90 í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Kazan í Rússlandi. Næsti leikur liðsins er gegn Ungverjalandi kl. 13:00 á morgun, en hægt verður að fylgjast með framgangi mála í honum hér.

 

Íslenska liðið fór vel af stað í dag. Leiddi eftir fyrsta leikhluta 20-13. Þjóðverjar mættu betur stemmdir inn í annan leikhlutann og voru komnir með forystuna þegar að hálfleiksflautan gall 38-40. 

 

Í seinni hálfleiknum bættu þeir svo bara við þessa forystu sína. Voru 15 stigum yfir eftir þrjá leikhluta, 49-63. Að lokum sigruðu þeir svo leikinn með 24 stigum, 66-90.

 

Atkvæðamestur í íslenska liðinu var Martin Hermannsson með 12 stig, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

 

Hérna er tölfræði leiksins