U16 Drengja á Evrópumóti í Búlgaríu:

Myndband: Kolbeinn reynir að troða yfir miðherja Rúmeníu

11.ágú.2017  21:08 davideldur@karfan.is

 

Leikmaður undir 16 ára liðs Íslands Kolbeinn Gíslason hafði ekki lukkuna með sér í leik dagsins gegn Rúmeníu. Í byrjun fjórða leikhlutans, í stöðunni 60-29, fékk hann gullið tækifæri til þess að koma einni vænni klippu á "highlight" spóluna sína, þegar hann stelur boltanum, geysist upp völlinn og reynir að troða yfir miðherja andstæðingana. Miðherjinn, Mihai Carcoana, sem var sá sem tapaði boltanum upphaflega hreinlega neitaði að láta það gerast. Sló Kolbein duglega í höfuðið svo ekkert varð af troðslunni.

 

Það skal tekið fram að Kolbeinn átti annars glimrandi leik, var annar í framlagi fyrir liðið með 5 stigum, 9 fráköstum og 3 vörðum boltum. Þó troðslan hafi ekki gengið í þetta skiptið, skulum við vona að drengurinn fái annað tækifæri á morgun kl. 17:30 þegar að liðið leikur gegn Hvíta-Rússlandi.

 

Atvikið má sjá hér fyrir neðan:

 

Kolbeinn ekki langt frá því að troða boltanum í leik dagsins gegn Rúmeníu #korfubolti #fibau16europe

A post shared by Karfan.is (@karfan_is) on