Úrslit kvöldsins:

Keflavík getur orðið íslandsmeistari á sunnudag

20.apr.2017  20:50 Oli@karfan.is

Keflavík 2-0 Snæfell

Keflavík tók stórt skref að íslandsmeistaratitlinum með góðum sigri á Snæfell í Keflavík í kvöld. Leikurinn var númer tvö í einvígi liðanna um íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn og skemmtilegur en Keflavík náði að knýja fram sigur á lokasprettinum. Staðan í einvíginu er þvi 2-0 og getur Keflavík orðið íslandsmeistari með sigri í næsta leik sem fram fer í Stykkishólmi á sunnudaginn kl 19:15.

 

Úrslit kvöldsins

 

Dominos deild kvenna:

 

Keflavík 67-61 Snæfell