1. deild karla

Oliver dæmdur í þriggja leikja bann

20.mar.2017  14:02 Oli@karfan.is

Rekinn þrisvar úr húsi á tímabilinu

Marquese Oliver leikmaður Fjölnis var dæmdur í þriggja leikja bann á fundi aganefndar sem fram fór á dögunum. Hann var rekin úr húsi fyrir óíþróttamannslega villu í síðasta leik gegn Hamri í undanúrslitum 1. deildar karla. Myndband af atvikinu má finna hér á síðu Fúsijama.tv. 

 

Oliver hefur tvisvar áður verið reikin úr húsi og tók einmitt út bann í síðasta leik fyrir úrslitakeppnina. Hann kom til liðs við Fjölni í janúar og hefur eingöngu náð að leika átta leiki þar sem hann meiddist einnig fyrr í vetur eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás. Það má því með sanni segja að það sé mikið líf í kringum kauða en hann er með 19 stig, 9 fráköst og 3 varða bolta í leik fyrir Fjölni. 

 

Auk Olivers voru tveir leikmenn Hamars reknir úr húsi í umræddum leik en þeir fengu áminningu frá aganefnd KKÍ. Úrskurð aganefndar má finna í heild sinni hér