1.deild karla:

Hamar leiðir gegn Fjölni - Blikar klóruðu í bakkann

20.mar.2017  20:25 davideldur@karfan.is

 

Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum 1. deildar karla. Í Grafarvoginum sigraði Hamar heimamenn í Fjölni. Hamarsmenn því komnir í bílstjórasætið í því einvígi, leiða 2-1, en næsti leikur er á heimavelli þeirra í Hveragerði. Að Hlíðarenda sigraði Breiðablik heimamenn í Val. Valur leiðir þó einvígið 2-1, en næsti leikur liðanna fer fram í Kópavogi.

 

 

Úrslit kvöldsins:

 

Úrslitakeppni 1. deild karla:

 

Fjölnir 86 - 91 Hamar

Hamar leiðir einvígið 2-1

 

 

Valur 80 - 82 Breiðablik 

Valur leiðir einvígið 2-1