2. leikur 8 liða úrslita:

Njarðvíkingar beðnir um að mæta á sunnudag

17.mar.2017  12:00 davideldur@karfan.is

Sævar vill enn frekari hjálp úr Njarðvíkinni

 

Fyrrum leikmaður Keflavíkur og Njarðvíkur, Sævar Sævarsson, hvetur Njarðvíkinga til þess að fylkja liði á bakvið Keflavíkurliðið í nýlegri færslu sinni á Facebook. Þar segir hann að þar sem að lið Njarðvíkur sé ekki lengur með í keppninni þetta árið, ættu þeir góðu stuðningsmenn sem þar búa að fjölmenna á leik Keflavíkur og Tindastóls komandi sunnudag til þess að hjálpa grönnum sínum að hvetja sitt lið til dáða. Nokkuð skemmtilegt er að fylgjast með umræðunni sem að þessi færsla Sævars hefur komið af stað.

 

Keflvíkingar hafa nú þegar þegið þó nokkra hjálp frá nágrönnum sínum í leikmannakosti og svo auðvitað þjálfara liðsins.