Dominos deild karla:

Er ekki kominn tími á titil hjá Tindastól?

16.mar.2017  11:20 davideldur@karfan.is

Viðtöl við Chris og Martin

 

Lið: Tindastóll

Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 0

Staða eftir deildarkeppni: 3. sæti

 

Mótherji í 8 liða úrslitum: Keflavík

 

Innbyrðisviðureignir gegn Keflavík í vetur:

Líkt og önnur lið í þessum 8 liða úrslitum, þá skiptu Tindastóll og Keflavík með sér sigrum í vetur. Fyrri leikinn í unnu Keflavík heima í TM Höllinni með 22 stigum, en það var áður en að Tindastóll skipti um þjálfara og erlenda leikmenn. Seinni leikurinn fyrir norðan var öllu meira spennandi. Hann sigraði Tindastóll með 9 stigum.

 

Hvað þarf Tindastóll að gera til að komast í undanúrslit?

Þeir þurfa að taka fleiri fráköst en Keflavík. Síðan að nýr þjálfari tók við Keflavík hafa þeir aðeins tapað 2 leikjum. Í báðum þeim tilvikum urðu þeir undir í frákastabaráttunni. Sem og þurfa þeir að hafa miklar gætur á stjörnuleikmanni Keflavíkur, Amin Stevens. Í síðasta leik liðanna náðu þeir að halda honum í aðeins 20 stigum og 8 fráköstum. Geri þeir það í þessari seríu, þá fara þeir áfram.

 

Hvað gæti farið úrskeiðis?

Þeir gætu algjörlega koðnað undan vel skipulagðri sókn Keflavíkur. Þar sem að einn og tveir leikur Harðar og Amin er skæður og leyniskyttur Keflavíkur setja sín skot. Það er ekki líklegt að svo verði á löngum köflum leikja í þessari seríu, en spili þeir ekki stöðuga, góða vörn, þá gæti þessir leikir runnið þeim úr greipum ansi hratt.

 

Lykilleikmaður:

 Pétur Rúnar Birgisson er stórkostlegur leikmaður. Hjartað og sálin í þessu Tindastólsliði ásamt Helga Rafni Viggóssyni. Algjört lykilatriði að þeir séu rétt stilltir í þessari rimmu. 

 

Fylgist með:

Viðar Ágústsson hefur verið frábær fyrir þá eftir að hann náði sér á strik í vetur. Ekki lengur bara efnilegur, heldur algjörlega kominn í hóp bestu vængja deildarinnar. Spilar frábæra vörn og getur neglt niður þristunum í massavís hinumegin á vellinum.

 

 

Spá hlustenda:

Fyrir síðasta þátt af Podcasti Karfan.is voru hlustendur beðnir um að spá fyrir um úrslit þessa einvígis.  Flestir þeirra sem tóku afstöðu, eða 32%, halda að Tindastóll muni hafa þetta í 5 leikjum. Þar á eftir, í 26%, eru þeir sem að spá því að það verði Keflavík sem að hefur þetta í 5 leikjum. Í heildina halda 57% að Tindastóll fari í undanúrslit en aðeins 43% veðja á Keflavík.

 

Leikdagar í 8 liða úrslitum:

Leikur 1 16. mars kl. 19:15 Síkinu Sauðárkróki - í beinni útsendingu Tindastóll Tv

Leikur 2 19. mars kl. 19:15 TM Höllinni Keflavík- í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Leikur 3 22. mars kl. 19:15 Síkinu Sauðárkróki  - í beinni útsendingu Tindastóll Tv

 

Leikur 4 24. mars kl. 19:15 TM Höllinni Keflavík (ef þarf)

Leikur 5 26. mars kl. 19:15 Síkinu Sauðárkróki  (ef þarf)

 

 

Viðtöl: