NBA:

7 ár í dag frá því að Kobe blikkaði ekki

07.mar.2017  20:03 davideldur@karfan.is

 

Ein frægasta gif mynd NBA deildarinnar varð til fyrir sjö árum þegar að verðandi heiðurshallarmeðlimurinn, leikmaður Los Angeles Lakers, Kobe Bryant, blikkaði ekki þegar að leikmaður Orlando Magic, Matt Barnes, þóttist kasta bolta í andlit hans. Barnes var að taka innkast sem að Bryant var að verjast og stóð hann því frekar nálægt honum. Eitthvað hafði á milli þeirra farið fyrr í leiknum sem gerði það að verkum að Barnes fann fyrir þörfinni til að prófa Bryant á þennan hátt. Viðbrögð Bryant við þessu atviki voru, og eru, ein helsta sönnun til þessa dags hversu ómennskur keppnismaður hann var á sínum tíma, einhverjir jafnvel notað orðið vélrænn. 

 

Bryant tjáði sig um atvikið í fyrsta skipti um mitt síðasta tímabil og hafði það að segja að honum hafi þótt uppátækið fyndið og að hann og Barnes hafi mikið grínast með atvikið þegar þeir svo seinna urðu liðsfélagar hjá Los Angeles Lakers.

 

Hérna er atvikið: