Margrét Rósa Domino´s leikmaðurinn umferðir 10-12

12.des.2012  15:00 nonni@karfan.is
Haukaleikmaðurinn Margrét Rósa Hálfdánardóttir hefur verið valin Domino´s leikmaður kvenna umferðir 10-12. Eftir forval fréttaritara og ljósmyndara Karfan.is stóð kjörið á milli Margrétar Rósu, Jessica Jenkins og Sierra Evans. Margrét Rósa sigraði í lesendakönnuninni með tæp 47% atkvæða en hátt í 300 manns tóku þátt í kjörinu.
 
Atkvæðin skiptust svo:
Margrét Rósa Hálfdánardóttir - 128 atkvæði
Jessica Jenkins - 107 atkvæði
Sierra Evans - 38 atkvæði
 
Margrét Rósa fær fyrir vikið úttekt hjá Domino´s að andvirði Sparitilboðs A.
 
Nú er komin inn ný könnun og að þessu sinni spyrjum við:
Hvað verður þú með í matinn á aðfangadag?