(Júlí 2014)
 
Fullt nafn: Sandra Lind Þrastardóttir
 
Aldur: 18 ára

Félag:
Keflavík

Hjúskaparstaða:
Lausu
 
Nám/Atvinna: Var að klára Fjölbrautaskóla Suðurnesja, vinn í Optical Studio
 
Happatala: 12

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?
Í Keflavík 11 ára
 
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Magic Johnson

Með hvaða félögum hefur þú leikið?
Keflavík
 
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deild karla og kvenna?
Kvenna: Hildur Sigurðar og Bryndís Guðmunds
Karla: Martin
 
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Domino´s-deild karla og kvenna?
Kvenna: LeLe Hardy
Karla: Mike Craion

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?
Emelía Ósk í Keflavík

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Einar Einarsson

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?
Sigurður Ingimundarson

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?
Kevin Durant

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag?
LeBron James

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?
Nei, en langar mikið.

Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópukörfuboltanum?
Veit ekkert um hann því miður

Sætasti sigurinn á ferlinum?
Íslandsmeistaratitillinn 2011 móti Snæfell í unglingaflokki sem fór í tvær framlengingar

Sárasti ósigurinn?
Ekkert sérstakt sem mér dettur í hug.

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Skíði

Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera?
Beyonce

Hvað er það ,,svaðalegasta” sem þú hefur séð í körfuknattleik?
Opna beinbrotið í háskólaboltanum.
 
Samsung eða iPhone? iPhone
 
Uppáhalds:
kvikmynd: Dirty Dancing
leikari: Tom Hardy
leikkona: Mila Kunis
bók: engin sérstök
frasi: Hvað segir kjeeeeeeéllinn
matur: Humar
matsölustaður: Fiskmarkaðurinn
lag: Shot for me með Drake
hljómsveit: Retro Stefson
staður á Íslandi: Upp í bústað hjá afa í Borgafirði
staður erlendis: Florida
lið í NBA: uppáhalds liðið er Spurs
lið í enska boltanum: Liverpool
hátíðardagur: afmælið mitt
alþingismaður: Bjarni Ben
alþingiskona: engin sérstök
heimasíður: Facebook og Karfan
 
 
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Hugsa vel um leikinn yfir daginn.
 
Hvernig er síðasta máltíðin fyrir leik?
Banani.
 
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?
Hægt að læra mikið af báðum en ætli tapleikirnir kenni manni ekki meira.

Furðulegasti liðsfélaginn?
Bríet Sif og Sara Rún
 
Besti dómarinn í Domino´s-deildinni? Steinar
 
Erfiðasti andstæðingurinn? Bryndís Guðmunds
 
Þín ráð til ungra leikmanna? Halda alltaf áfram og hafa trú á sjálfum sér.
 
Spurning frá Jóni Axeli sem var síðast í 1 á 1:
Ef þú værir fiskur, hvaða fisktegund værir þú?
Fjörfiskur
 
Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?
Coke eða Pepsi?