(Júlí 2013)
 

Fullt nafn: Ragnar Ágúst Nathanaelsson

Aldur: 22 (í ágúst)

Félag: Þór Þorlákshöfn

Hjúskaparstaða: Á lausu

Nám/Atvinna: Lærður húsasmiður og er að klára stúdentspróf að auki

Happatala: 5

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 2007 byrjaði ég að alvöru og það var í frystikistunni í Hveró city

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Pétur Guðmundsson

Með hvaða félögum hefur þú leikið? Hamri, venslasamning með FSu og núna Þór Þolló

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deild karla og kvenna? Karla myndi ég segja Jón Ólafur Jónsson. Kvenna: Pálína María

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Domino´s-deild karla og kvenna? þau sem stóðu uppúr í fyrra voru Jay úr Snæfell og Lele Hardy.

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Það mun vera glímudrottningin Marín Laufey Davíðsdóttir

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Meistarinn hann Daði Steinn Arnarsson

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Benedikt Guðmundsson 

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Allra tíma er það Shaq... en ég hef nú verið kallaður íslenski McGee. Menn eru ekkert að hata það

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? LeBron Jame er bestur en Kevin Durant er að taka framúr honum

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Neibb aldrei farið

Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópukörfuboltanum? Gylltu Nornirnar (La Bruixa d'Or)

Sætasti sigurinn á ferlinum? Þegar ég varð Íslandsmeistari í unglingaflokk með Hamri

Sárasti ósigurinn? Nýlega... þegar við töppuðum fyrir Val í úrslitaleik um að komast í efstudeild

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Sund

Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? my man J.T.

Hvað er það ,,svaðalegasta” sem þú hefur séð í körfuknattleik? Sjálfan mig troða

Uppáhalds:
kvikmynd: Pulp Fiction
leikari:
leikkona:
bók: 50 gráir litir
frasi: kjéllinnn
matur: kjúlli
matsölustaður: Hofland
lag: Chris Malinchak - So Good To Me
hljómsveit: Retro Stefson
staður á Íslandi: Hvernig spyrðu... Hveragerði auðvitað
staður erlendis: Kunsai, Sanghai Kína
lið í NBA: Denver Nuggets
lið í enska boltanum: MAN UTD
hátíðardagur: Jólin
alþingismaður:
alþingiskona:  Alþingisfólk!!! ertu eitthvað geðveikur Jón??
heimasíður: Facebook held ég.

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Sef vel, hlusta á peppaða tónlist til að peppa mig vel upp.

Hvernig er síðasta máltíðin fyrir leik? Oftast kjúlla samlokur.

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Tapleikjum..

Furðulegasti liðsfélaginn? Haukur Helgi. Staðfest

Besti dómarinn í Domino´s-deildinni? Simmi kallin

Erfiðasti andstæðingurinn? Djammið....

Þín ráð til ungra leikmanna? Sacrifices are worth it!!!

Spurning frá Ingunni Emblu sem var síðast í 1 á 1: Hver er stefnan þín í Körfubolta ? Stærstur, Mestur og Bestur

 
Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?
Hvoru megin ertu? Jón Jónson eða Friðrik Dór?