(Desember 2013)
 
Fullt nafn: Marín Laufey Davíðsdóttir

Aldur: 18 ára

Félag: Hamar

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Nám/Atvinna: Fjölbrautaskóli Suðurlands

Happatala: 13

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Ég byrjaði 11 ára á Selfossi

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Það myndi vera hann frændi minn, Jón Sigurðsson.
 
Með hvaða félögum hefur þú leikið? FSU, UMFH og Hamar.
 
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deild karla og kvenna? Það eru margir að standa sig vel en ætli maður verði ekki bara að bíða og sjá þar til lengra líður á tímabilið.
 
Bestu erlendu leikmaðurinn sem leikur í Domino´s-deild karla og kvenna? Veit ekki alveg með karlana en í kvennadeildinni finnst mér Lele Hardy mjög góð.
 
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Kristinn Pálsson og svo held ég að Sylvía Rún Hálfdanardóttir eigi eftir að gera góða hluti.
 
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Bragi Bjarnason
 
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Það er erfitt að segja, það eru margir mjög góðir.
 
Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? Enginn sérstakur
 
Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? LeBron James
 
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei, aldrei farið.
 
Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópukörfuboltanum? Sundsvall Dragons
 
Sætasti sigurinn á ferlinum? Þegar við unnum Stjörnuna í úrslitakeppninni í fyrra um sæti í úrvalsdeild.

Sárasti ósigurinn? Þegar við töpuðum á móti Danmörk um 3. sætið á NM 2012 með U18

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Glíma

Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? Jennifer Lawrence

Hvað er það ,,svaðalegasta” sem þú hefur séð í körfuknattleik?
Ég man ekki eftir neinu í fljótu bragði, sérstaklega þar sem það er eitthvað minna um troðslur og svoleiðis tilþrif í kvennaboltanum.
Hinsvegar þegar Kristrún Sigurjóns var að spila með Hamri á sínum tíma, þá lenti hún einu sinni í því að fá putta andstæðings í augað á sér. Hún varð strax alblóðug í framan og þegar það var búið að þrífa blóðið, þá sást að augnlokið hafði rifnað að hluta til. Ef ég man rétt þá þurfti að sauma nokkur spor í augnlokið. Það var frekar svaðalegt.

Samsung eða iPhone? iPhone

Uppáhalds:
kvikmynd: Margar góðar
leikari: Johnny Depp
leikkona: Jennifer Aniston
bók: Les voða lítið fyrir utan skólabækur en Ódáðahraun eftir Stefán Mána er mjög góð.
frasi: Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi
matur: Kjúklingur
matsölustaður: Saffran
lag: Erfitt að velja
hljómsveit: Kings of Leon
staður á Íslandi: Breiðdalur
staður erlendis: Sardinía, Ítalíu
lið í NBA: Boston Celtics
lið í enska boltanum: Fylgist ekkert með fótbolta
hátíðardagur: Gamlársdagur
alþingismaður: ...
alþingiskona: ...
heimasíður: Facebook og Karfan.is

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Þetta algengasta, passa að borða rétt og vera búin að fá næga hvíld.
 
Hvernig er síðasta máltíðin fyrir leik? Það er mjög misjafnt, oftast bara eitthvað létt eins og kjúklingasalat og svo banana rétt fyrir leik.

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Það má læra bæði af sigur- og tapleikjum.

Furðulegasti liðsfélaginn? Það koma nokkrar sterklega til greina.

Besti dómarinn í Domino´s-deildinni? Þeir eiga sínu góðu og slæmu daga, rétt eins og leikmenn.

Erfiðasti andstæðingurinn? Ég sjálf

Þín ráð til ungra leikmanna? Leggja sig 100% fram og gefast aldrei upp þó að hlutirnir gangi ekki upp í fyrstu tilraun.

Spurning frá Gunnari Ólafssyni sem var síðast í 1 á 1:
„Áttu kött?“ 
Nei, ég átti kött en hann dó.

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1? Í hvernig sokkum ertu?