(maí 2013)
 
Fullt nafn: Kristófer Acox
 
Aldur: 19Félag: KRHjúskaparstaða: Einhleypur

Nám/Atvinna: Sumarstarfsmaður, annars verð ég atvinnulaus háskólanemi eftir sumarið.

Happatala: 16

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?
Hmmm, var víst á einhverju námskeiði hjá Helga Magg og Svenna Blö þegar ég var smápolli (var víst uppáhaldið hans Helga), annars byrjaði ég ekki að æfa eitthvað af viti fyrr en í 9.fl. hjá Sigurði Hjörleifssyni


Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? 
Pops


Með hvaða félögum hefur þú leikið? 
Bara með KR, og eitt ár í Spring Valley High School


Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deild karla og kvenna? 
Þetta tímabil... uuu, Justin Shouse, er hann ekki íslenskur? og Pálína var mjög góð

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Domino´s-deild karla og kvenna?
Aaron Broussard klárlega og Shannon var líka í ruglinu!


Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? 
Hmmm... Mér fannst flestallir ungu strákarnir í vetur vera í lykilhlutverki hjá sínum liðum, og kannski nokkrir komnir uppúr því að vera efnilegir, en ég er mjög spenntur að sjá hvað verður úr Högna Fjalars, Illuga Steingríms, Gunnari Inga, Ragnari Jósef og fleiri ungum strákum hjá KR. 


Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? 
Ööö, Tommi Hermanns held ég, man ekki alveg 


Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? 
Finnur Freyr Stefánsson


Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? 
Kobe Braynt, duhh


Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? 
....Lebron James (samt Kobe líka)


Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? 
Já, samt bara einhverja óspennandi Bobcatsleiki


Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópukörfuboltanum? 
Fylgist ekkert með honum


Sætasti sigurinn á ferlinum? 
Íslandsmeistaratitillinn í unglingaflokki í fyrra! #undefeated

Sárasti ósigurinn? 
Úff, þeir eru nokkrir, tap á móti Njarðvík í 11.fl. í undanúrslitum og tap á móti Njarðvík í bikarúrslitum í drengjaflokki 2012


Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? 
Fótbolti, þoli samt ekki að horfa á hann
.

Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera?
Chris Brown eða Justin Bieber, já takk


Hvað er það ,,svaðalegasta” sem þú hefur séð í körfuknattleik?
Þegar Semaj Inge tróð yfir Þorleif 2009/10 tímabilið og þegar Brenton tróð yfir Fannar Ólafs í úrslitarimmunni 2009, sorry.


Uppáhalds:

kvikmynd:
Love&Basketball 

leikari: Kevin Hart

leikkona: Jennifer Aniston

bók: ööööö

frasi: seint/óseint/+/-

matur: Grjónagrautur klikkar aldrei
matsölustaður: Eldhúsið hennar mömmu
lag: Eins og er Drake - Girls Love Beyoncé
hljómsveit: engin
staður á Íslandi: Vesturbærinn
staður erlendis: Þórshöfn 

lið í NBA: Lakers

lið í enska boltanum: Chelsea

hátíðardagur: Jólin

alþingismaður: ööö

alþingiskona: ööö

heimasíður: Facebook og Karfan.is!Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?
Passa svefninn vel og borða eins vel og ég get yfir daginn, síðan bara rétta tónlistin til að koma manni i gang


Hvernig er síðasta máltíðin fyrir leik? 
Kjúklingasalat yfirleitt 


Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? 
Báðum


Furðulegasti liðsfélaginn? 
Sveinn Blöndal


Besti dómarinn í Domino´s-deildinni? 
Simmi


Erfiðasti andstæðingurinn? 
Broussard


Þín ráð til ungra leikmanna? 
Hugsa vel um sjálfan sig, nota sumrin til að æfa eins og brjálæðingur  og ekki missa haus þótt að eitthvað gengur ekki eins og í sögu!


Spurning frá Hallveigu Jónsdóttur sem var síðast í 1 á 1:

Hvað búa margir í Trékyllisvík?


217


Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?
Ætlaru ekki alveg örugglega á Frank Ocean núna í sumar?