(Apríl 2014)
 
Fullt nafn: Jón Axel Guðmundsson
 
Aldur: 17 ára
 
Félag: Grindavík 
 
Hjúskaparstaða: Í sambandi
 
Nám/Atvinna: Er í framhaldsskóla
 
Happatala: 6
 
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 4 ára í Haukum
 
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Gummi Braga (pabbi)
 
Með hvaða félögum hefur þú leikið? Haukum og Grindavík
 
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deild karla og kvenna? Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir.
 
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Domino´s-deild karla og kvenna? Lewis Clinch Jr. og Lele Hardy.
 
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Kári Jónsson og Sexy
 
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Gummi Braga (pabbi) og Stefanía Jónsdóttir (mamma)
 
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Sverrir Þór Sverrisson og Helgi Jónas Guðfinnsson
 
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Allen Iverson
 
Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? LeBron James
 
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Já, Boston Celtics vs. Orlando Magic.
 
Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópukörfuboltanum? Real Madrid
 
Sætasti sigurinn á ferlinum? Íslandsmeistari í 11. flokki í fyrra
 
Sárasti ósigurinn? Þegar við töpuðum í úrslitaleik gegn Haukum í minnibolta 10 ára.
 
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Fótbolti
 
Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? LeBron James
 
Hvað er það ,,svaðalegasta” sem þú hefur séð í körfuknattleik? Þar sem ég var sjálfur á staðnum er það troðslan hjá Óla Óla yfir Nat-Vélina
 
Samsung eða iPhone? iPhone
 
Uppáhalds:
kvikmynd: More than a Game
leikari: Leonardo DiCaprio
leikkona: Cameron Diaz
bók: Shaq Attack
frasi: If you can´t beat them join them
matur: Píta
matsölustaður: Cheesecake Factory
lag: Yo Gotti LeBron James
hljómsveit: Kaleo
staður á Íslandi: Grindavík
staður erlendis: Alicante
lið í NBA: Miami Heat
lið í enska boltanum: Manchester United
hátíðardagur: Jól
alþingismaður: No comment
alþingiskona: No comment
heimasíður: Karfan.is og NBA.com
 
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Ekkert sérstakt bara hugsa um leikinn áður en ég fer að sofa kvöldið áður, annarrs engin rútina.
 
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Meira af tapleikjum en alveg hægt að læra af sigurleikjum líka
 
Furðulegasti liðsfélaginn? Ómar Sævarsson og Ólafur Ólafsson, ekki hægt að velja á milli þeirra.
 
Besti dómarinn í Domino´s-deildinni? Sigmundur Herbertsson.
 
Erfiðasti andstæðingurinn? Elvar Már Friðriksson
 
Þín ráð til ungra leikmanna? Æfa meira en aðrir því æfingin skapar meistarann.
 
Spurning frá Guðrúnu Gróu sem var síðast í 1 á 1:
Ef þú mættir breyta einhverju í fyrirkomulagi úrvalsdeildar kk og kvk hvað yrði það (t.d. leikjafyrirkomulag, reglur varðandi útlendinga, fjöldi liða)?
Setja kvenna í fleiri en 8 lið til að þær fái 8 liða úrslit líka en karlamegin væri gaman að prufa að hafa úrslitin 2 heimaleikir 2 úti svo einn heima aftur.
 
Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1? Ef þú værir fiskur, hvaða fisktegund værir þú?