(Apríl 2013)
 

Fullt nafn: Hallveig Jónsdóttir

Aldur: 17 ára


Félag
: Valur


Hjúskaparstaða:
Á lausu


Nám/Atvinna:
Verzlunarskóli Íslands


Happatala
: 6


Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?
Það var þegar ég var 9 ára, þá byrjaði ég að æfa með Breiðablik.


Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?
Helena Sverrisdóttir.


Með hvaða félögum hefur þú leikið?
Breiðablik og Val.


Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deild karla og kvenna?
Kristrún Sigurjónsdóttir og Justin Shouse.


Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Domino´s-deild karla og kvenna?
Jaleesa Butler og Nigel Moore.


Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?
Elvar Már Friðriksson og Guðlaug Björt Júlíusdóttir.


Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Bjarni Gaukur.


Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?
Ágúst Björgvinsson.


Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?
Kobe Bryant.


Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag?
Mér finnst Kobe alltaf bestur.


Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?
Nei því miður, en það er á dagskránni.


Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópukörfuboltanum?
Á því miður ekkert uppáhaldslið þar, þó skömm sé frá að segja.


Sætasti sigurinn á ferlinum?
Þegar við í Val slógum Keflavíkurdömur út úr bikarnum í 8-liða úrslitum í stúlknaflokki í fyrra. Töpuðum reyndar í 4ra liða en tölum ekki um það.


Sárasti ósigurinn?
Tap í bikarúrslitaleik unglingaflokks gegn Snæfelli.


Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Handbolti.


Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera?
Ellen Degeneres.


Hvað er það ,,svaðalegasta” sem þú hefur séð í körfuknattleik
? Koma nokkrar flottar troðslur upp í hugann.


Uppáhalds:


kvikmynd:
Just friends.
leikari: Jim Carrey
leikkona: Jennifer Aniston.
bók: Grafarþögn.
frasi: „Rífðu þig upp“
matur: Kalkúnninn á jólunum!
matsölustaður: Argentína.
lag: Lífið er yndislegt.
hljómsveit: Retro Stefson.
staður á Íslandi: Húsafell.
staður erlendis: New York.
lið í NBA:  LA Lakers.
lið í enska boltanum:  Manchester United.
hátíðardagur: Jólin.
alþingismaður: pass
alþingiskona: pass
heimasíður: www.facebook.com og www.karfan.is


Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?
Ég er svo sem ekki með neina sérstaka rútínu. Maður reynir bara að mæta vel undirbúin bæði andlega og líkamlega. Ég reyni að setja mér raunhæf markmið fyrir hvern leik bæði varnalega og sóknarlega, spennustigið þarf að vera rétt stillt svo það fari ekki allt í rugl.Hvernig er síðasta máltíðin fyrir leik?
Þær eru misjafnar en hollar.


Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?
Tapleikjum.


Furðulegasti liðsfélaginn?
Margrét Ósk Einarsdóttir (á virkilega jákvæðan hátt).


Besti dómarinn í Domino´s-deildinni?
Mér finnst þeir allir ágætir.


Erfiðasti andstæðingurinn?
Hildur Björg Kjartansdóttir.


Þín ráð til ungra leikmanna?
Aldrei tapa gleðinni.


Spurning frá Elvari Má Friðrikssyni sem var síðast í 1 á 1:

Hvort segiru geitafjöður Í hatti eða Á hatti?
Þegar geitur fara að fljúga skal ég svara þér.


Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?
Hvað búa margir í Trékyllisvík?