(Nóvember 2013) 
 
Fullt nafn: Gunnar Ólafsson
 
Aldur: 20
 
Félag: Keflavík.
 
Hjúskaparstaða: Föstu.
 
Nám/Atvinna: Stúdent, Vinn á leikskóla.
 
Happatala: 4
 
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 2001 hjá Fjölni.
 
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Falur J. Harðarson.
 
Með hvaða félögum hefur þú leikið? Fjölni og Keflavík.
 
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deild karla og kvenna? Þori ekki alveg að segja strax. Kemur í ljós síðar á tímabilinu.
 
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Domino´s-deild karla og kvenna? Segi bara Mike og Porsche!
 
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Kári Jónsson
 
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Sverrir Þorsteinsson
 
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Andy (Johnston)
 
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Derrick Rose
 
Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? LeBron James
 
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Fór á Celtics@Knicks 2011.
 
Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópukörfuboltanum? Held með öllum Íslendingaliðum!
 
Sætasti sigurinn á ferlinum? Sigurinn núna á móti Njarðvík er frekar ofarlega.
 
Sárasti ósigurinn? Enginn sérstakur sem ég man eftir núna…
 
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Klárlega fimleikar!
 
Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? MJ (Michael Jordan)
 
Hvað er það ,,svaðalegasta” sem þú hefur séð í körfuknattleik? Þegar Óli Óla tróð yfir Brandon Brown 2011.
 
Uppáhalds:
kvikmynd: Space Jam
leikari: Tom Hardy
leikkona: Natalie Portman
bók: Ferðabók Eggerts og Bjarna.
frasi: Hakuna matata
matur: Kalkúnn hjá mömmu
matsölustaður: Búllan
lag: Hærra – Ásgeir Trausti
hljómsveit: Retro Stefson
staður á Íslandi: Þórsmörk
staður erlendis: New York
lið í NBA: Chicago Bulls
lið í enska boltanum: Manchester United
hátíðardagur: Jólin
alþingismaður: pass
alþingiskona: Ragnheiður Elín Árnadóttir
heimasíður: Karfan.is!
 
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Borða vel og hlusta á tónlist.
 
Hvernig er síðasta máltíðin fyrir leik? Reyni oftast að borða pasta og svo einhverja ávexti.
 
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Hægt að læra helling af báðum.
 
Furðulegasti liðsfélaginn? Tómas Daði Bessason þegar við vorum saman í Fjölni.
 
Besti dómarinn í Domino´s-deildinni? Sigmundur Már Herbertsson
 
Erfiðasti andstæðingurinn? Dettur helst í hug erfiða andstæðinga á mínum aldri, t.d: Bjöggi, Matti, Martin og Elvar.
 
Þín ráð til ungra leikmanna? Æfa meira en aðrir og nýta tækifærin sín.
 
Spurning frá Nat-vélinni sem var síðast í 1 á 1:
Hvoru megin ertu? Jón Jónson eða Friðrik Dór?

Ég er Jón Jónsson megin.

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?
Áttu kött?