(Janúar 2014)
 
Fullt nafn: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir
 
Aldur: Er að hafa af hálfa leið í fimmtugt.
 
Félag:Snæfell
 
Hjúskaparstaða: Einhleyp
 
Nám/Atvinna: Stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í Stykkishólmi
 
Happatala: Hef spilað í hinum ýmsu númerum, sett allar mögulegar og ómögulegar tölur á lottómiða án þess að sjá ákveðna fylgni milli talnavals og velgengni, reyni því að reiða mig á annað en tölustafi.
 
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Ég spilaði fyrst körfubolta í íþróttahúsinu heima í Reykjaskóla en það er varla hægt að segja að ég hafi stundað hann af nokkru ráði fyrr en í 7. bekk þegar ég fór að æfa markvisst en þó bara á veturnar meðfram frálsum sem ég lagði meiri áherslu á. Eftir 9. bekk hvíldi ég svo körfuna nokkur ár og einbeitti mér að frjálsum þangað til ég gafst upp á þeim og fór í KR 2006.
 
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Kiddi á Stað (Kristinn Guðmundsson), alveg magnað hvað hann gat hitt langt frá körfunni.
 
Með hvaða félögum hefur þú leikið? Dagsbrún, Kormáki, KR og Snæfelli
 
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deild karla og kvenna? Hildur Sig. og Pavel
 
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Domino´s-deild karla og kvenna? Lele Hardy, veit ekki með karlana.
 
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Það eru ótrúlega margir efnilegir krakkar sem lofa góðu fyrir framtíð íslensks körfubolta. Mér finnst ég eldgömul þegar ég sé hvenær margar stelpnanna sem spila í úrvalsdeildinni eru fæddar. Eva Margrét Kristjánsdóttir er t.d. mjög öflug.
 
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Kristinn Guðmundsson
 
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Ingi Þór
 
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Hef álíka mikið vit á NBA og stjarneðlisfræði svo ég segi pass við þessu.
 
Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Er ekki bara hægt að googla það?
 
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei en hef farið á gullmót í frjálsum, er það ekki svipað?
 
Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópukörfuboltanum? Jaáá...Þetta er farið að líta illa út hjá mér. Má segja að ég sé meira fyrir að spila körfubolta en horfa á aðra gera það.
 
Sætasti sigurinn á ferlinum? Held ég verði að segja þegar ég varð bikarmeistari með KR.
 
Sárasti ósigurinn? Margir ósigrarnir verið ansi sárir en lífið hefur þó alltaf haldið áfram.
 
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Frjálsar.
 
Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? Einhver ótrúlega mjó, rík og fræg.
 
Samsung eða iPhone? iPhone
 
Uppáhalds:
kvikmynd: The Intouchables er t.d. í miklu uppáhaldi en held að ég hafi horft á Gladiator oftar en nokkra aðra mynd.
leikari: Enginn sérstakur
leikkona: Engin sérstök
bók: Margar góðar t.d Karitas án titils, Ljósa og bækurnar um Sossu.
frasi: Er meira fyrir frjóa málnotkun en að staglast á frösum.
matur: Lambakjöt, sérstaklega svið.
matsölustaður: Gló
lag: Út á gólfið með Hemma Gunn
hljómsveit: Engin ein hljómsveit í uppháhaldi en held t.d. mikið upp á Arcade Fire, Black Keys, Coldpaly o.fl.
staður á Íslandi: Hrútafjörður
staður erlendis: Heima hjá Sibbu systur minni í Kaupmannahöfn
lið í NBA: Þó ég ætti mér uppáhaldslið í NBA myndi ég neita að svar enn einni spurningunni um karlakörfubolta!
lið í enska boltanum: Arsenal, hef samt ekki gerst svo fræg að hrofa á heilan leik.
hátíðardagur: Aðfangadagur
alþingismaður: Steingrímur J. Sigfússon
alþingiskona: Katrín Jakobsdóttir
heimasíður: Facebook, ggthorsteins@wordpress.com og hin ýmsu matar- og handavinnublogg.
 
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Aðalundirbúningurinn fer náttúrulega fram á æfingum en þess utan er það misjafnt eftir aðstæðum hvernig undirbúningi er háttað. Stundum þarf ég að fara beint úr vinnu upp í bíl á leiki en þegar ég get þá tek ég góðan tíma í að taka mig til, fer yfir áherslupunkta í huganum og hlusta á tónlist til að koma mér í gírinn. Ef ég er stressuð finnst mér gott að taka góðan skurk í tiltekt, prjóna eða eitthvað slíkt svo ég sitji ekki bara og nagi nelgurnar.
 
Hvernig er síðasta máltíðin fyrir leik? Það er misjafnt, eitthvað létt og gott. Á heimaleikjum borðum við stelpurnar saman súpu fyrir leik.
 
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Ég held að maður geti lært jafn mikið af af sigur- og tapleikjum en hvort maður framkvæmir svo eitthvað af þessum lærdóm það er annað mál.
 
Furðulegasti liðsfélaginn? Hildur Sig. er alveg stórfurðuleg.
 
Besti dómarinn í Domino´s-deildinni? Þeir eru flestir jafn lélegir í tapleikjum og þeir eru góðir í sigurleikjum.
 
Erfiðasti andstæðingurinn? Helga systir, hún er á mörkum þess að vera ómannleg þegar kemur að íþróttum.
 
Þín ráð til ungra leikmanna? Að láta ekki þá þætti leiksins sem við höfum enga stjórn á hafa áhrif á sig, ekki dómarana, ekki óþolandi áhorfendur eða hitt liðið. Svo það að það er erfitt að verða sér út um hæfileika en allir geta tamið sér dugnað og gleði og það getur komið manni ótrúlega langt.
 
Spurning frá Marín Laufey sem var síðast í 1 á 1:
Í hvernig sokkum ertu?

Einmitt núna er ég í gráum ökklasokkum með svörtum doppum og bleikum slaufum.
 
Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1? Ef þú mættir breyta einhverju í fyrirkomulagi úrvalsdeildar kk og kvk hvað yrði það (t.d. leikjafyrirkomulag, reglur varðandi útlendinga, fjöldi liða)?