(Febrúar 2013)
 

Fullt nafn: Elvar Már Friðriksson

Aldur: 18 ára

Félag: Njarðvík

Hjúskaparstaða: Á lausu

Nám/Atvinna: Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Happatala: 10

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 6 ára í Njarðvík

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Brenton Birmingham

Með hvaða félögum hefur þú leikið? Njarðvík

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deild karla og kvenna? Justin Shouse og Sara Rún Hinriksdóttir

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Domino´s-deild karla og kvenna? Nigel Moore og Lele Hardy

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Kristinn Pálsson og Ragnar Helgi Friðriksson

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Jón Björn Ólafsson

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Einar Árni Jóhannsson

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Chris Paul og Kyrie Irving

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Kevin Durant

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei, ég á það eftir

Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópukörfuboltanum? Ég fylgist bara með Íslendingunum í Evrópuboltanum svo að ég held með þeim.

Sætasti sigurinn á ferlinum? Úrslitaleikurinn á NM með u16 ára landsliðinu

Sárasti ósigurinn? Úrslitaleikurinn á móti Finnum u18 voru mikil vonbrigði

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Fótbolti

Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? Sir Alex Ferguson

Hvað er það ,,svaðalegasta” sem þú hefur séð í körfuknattleik? Þegar Blake Griffin hamraði yfir Kendrick Perkins. Ég ætla að leyfa slóðinni að fylgja:http://www.youtube.com/watch?v=AbyOevVAYQI

Uppáhalds:
kvikmynd: Forrest Gump
leikari: Will Ferrell
leikkona: Mila Kunis
bók: 10.10.10 eftir Loga Geirs er öflug
frasi: Kooomaa pickum þetta upp (ala Maciek Baginski)
matur: Humar
matsölustaður: Serrano
lag: Öll lög sem Martin Hermannsson spilar á gítar eru í uppáhaldi
hljómsveit: Coldplay
staður á Íslandi: ...
staður erlendis: Florida
lið í NBA: Oklahoma Thunder
lið í enska boltanum: Manchester United
hátíðardagur: Aðfangadagur
alþingismaður: Pass
alþingiskona: Pass
heimasíður: Karfan.is og Facebook.com

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Reyni að vera vel hvíldur og vel nærður

Hvernig er síðasta máltíðin fyrir leik? Ég borða oftast Pasta og banana rétt fyrir leik.

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Tapleikjum

Furðulegasti liðsfélaginn? Ágúst Orrason

Besti dómarinn í Domino´s-deildinni? Sigmundur Már Herbertsson

Erfiðasti andstæðingurinn? Jay Threatt

Þín ráð til ungra leikmanna? Æfðu meira en aðrir

Spurning frá Degi Kár Jónssyni sem var síðast í 1 á 1:
Hver er með ljótasta skotstílinn í Domino´s-deild karla ?
Ryan Pettinella fær þann heiður

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?
Hvort segiru geitafjöður Í hatti eða Á hatti?