(Nóvember 2012)
 

Fullt nafn: Dagur Kár Jónsson                       

Aldur: 17

Félag: Stjarnan

Nám/Atvinna: Er á Viðskipta- og Hagfræði braut í FG

Happatala: 9

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Pabbi byrjaði að þjálfa okkur þegar við vorum 6 ára í matsalnum í Hofstaðaskóla.

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Jón Kr. Faðir minn.

Með hvaða félögum hefur þú leikið? Einungis með Stjörnunni !

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deild karla og kvenna? J.Shouse og Pálína Gunnlaugs.

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Domino´s-deild karla og kvenna? Benjamin Smith og Lele Hardy

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Elvar, Martin og Valur eru allir flottir.

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Pabbi

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Teitur Örlygs.

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Allra tíma er það Allen Iverson, en sem er að spila núna er það Brandon Jennings.

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? King James (LeBron James)

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei ,það þarf að fara að gerast á næstunni.

Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópuboltanum? Fylgist ekki mikið með Evrópuboltanum, en hef séð einhverja leiki með Jóni Arnóri hjá Zaragoza, þannig segjum það bara.

Sætasti sigurinn á ferlinum? Úrslitaleikurinn á móti KR í 11. flokki í vor.

Sárasti ósigurinn? Úrslitaleikurinn gegn SBBK á Scania Cup 2011. Áttum skilið að vinna það mót.

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Amerískur Fótbolti.

Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? Trey Songz

Hvað er það ,,svaðalegasta” sem þú hefur séð í körfuknattleik? Þegar Justin „klobbaði“ Halldór Halldórs í úrslitakeppninni í fyrra og setti svo jumper.

Uppáhalds:
kvikmynd:
 Through the Fire (heimilda mynd)
leikari: Danny McBride
leikkona: Cameron Diaz
bók: Shawshank redemption
frasi: „Sællinur Netti“
matur: KFC
matsölustaður: KFC
lag: Ima Boss-Meek Mill og High For This-The Weeknd
hljómsveit: Sálin hans Jóns míns.
staður á Íslandi: Garðabær
staður erlendis: Boston
lið í NBA: Memphis Grizzlies
lið í enska boltanum: Man Utd.
hátíðardagur: Aðfangadagur
alþingismaður: Steingrímur J.
alþingiskona: pass...
heimasíður: karfan.is !

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Reyni að leggja mig ef ég er ekki lengi í skólanum,borða vel, hlusta á góða tónlist og mæti snemma uppí hús í heimaleiki.

Hvernig er síðasta máltíðin fyrir leik? Kjúklingapasta 2-3 tímum fyrir leik og hafrakaka klukkutíma fyrir leik.

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Það er hægt að læra af bæði, fer eftir því hvernig leikurinn var.

Furðulegasti liðsfélaginn? Jovan Zdravevski, það þarf að fara að búa til heimildamynd um þennan mann.

Besti dómarinn í Domino´s-deildinni? Jón Guðmunds.

Erfiðasti andstæðingurinn? Hingað til Jay Threatt

Þín ráð til ungra leikmanna? Leggja hart að sér og reyna að verða betri á hverjum degi !

Spurning frá Hildi Björgu Kjartansdóttur sem var síðast í 1 á 1:
Ertu með sjálfan þig í liði þínu í Draumadeildinni?

Haha já reyndar, er samt ekki nógu duglegur að kíkja á þetta.

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?

Hver er með ljótasta skotstílinn í Domino´s-deild karla ?