(Janúar 2015)
 
Fullt nafn: Bergþóra Holton Tómasdóttir
 
Aldur: 1994
 
Félag: KR
 
Hjúskaparstaða: Í sambandi
 
Nám/Atvinna: Var að útskrifast úr Fjölbraut í Breiðholti og vinn hjá Símanum
 
Happatala: 4
 
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Byrjaði að æfa körfu þegar við bjuggum í Noregi, en þá var ég í 3-4 bekk.
 
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Líklegast Tómas, þegar ég var lítil fannst mér hann alltaf vera sjúúkur í körfu..
og hann er það notla.
 
Með hvaða félögum hefur þú leikið? Fjölni og KR og svo nokkrum liðum í USA.
 
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deild karla og kvenna? Pavel og Hildur Sig
 
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Domino´s-deild karla og kvenna? Lele Hardy og Mike Craion
 
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Veit ekki, allir sem mér dettur í hug eru í raun orðnir góðir leikmenn bara.
 
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Tómas Holton (pabbi)
 
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Finnur Stef
 
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Russell Westbrook
 
Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Lebron James
 
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Já við fjölskyldan fórum á tvo leiki árið 2007 í MSG. Minnir að það hafi verið
Knicks vs Magic og Knicks vs Bucks.
 
Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópukörfuboltanum? Fylgist lítið með Evrópuboltanum.
 
Sætasti sigurinn á ferlinum? Datt strax í hug sigur í bikarnum á síðasta tímabili á móti Grindavík. Sigrún Ámunda kom okkur í framleningu með þrist og svo unnum við.
 
Sárasti ósigurinn? Man ekki eftir neinum hrikalegum, datt í hug leik á móti KR þegar ég var í Fjölni,
þetta var bara venjulegur deildarleikur en þá vorum við algerir underdogs og töpuðum rétt svo fyrir þeim,
og þær voru með mjög gott lið. Þetta var kannski sárast því kaninn þeirra skoraði þrist sem tryggði þeim sigurinn
og ég var að dekka hana á þeim tímapunkti..
 
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Veit ekki alveg en mér finnst svolítið gaman að horfa á MMA þegar
Gunni Nelson og félagi hans McGregor eiga bardaga.
 
Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? Einhver NBA stjarna örugglega…
mundi segja WNBA en þær fá nú engan pening og tímabilið er mjög stutt.
 
Hvað er það ,,svaðalegasta” sem þú hefur séð í körfuknattleik? Hva var það ekki Gunnar Ólafsson í Keflavík
sem skoraði sigurkörfuna á móti Njarðvík í fyrra, mér fannst það pínu töff.
 
Samsung eða iPhone? Samsung
 
Uppáhalds:
kvikmynd: Pulp Fiction
leikari: Johnny Depp
leikkona: Jennifer Lawrence
bók: Lúlla bækurnar
frasi: veti ekki
matur: Japanskur kjúklingaréttur
matsölustaður: Tommabúlla
lag: Letter to my Unborn - Tupac
hljómsveit: Travis kannski, á í raun fá uppáhalds hljómsveitir
staður á Íslandi: Bjössaróló
lið í NBA: OKC og Spurs
lið í enska boltanum: fylgist lítið með en hélt með Arsenal þegar ég var lítil.
hátíðardagur: Jólin
alþingismaður: veit ekki
alþingiskona: veit ekki
heimasíður: Facebook, Karfan, youtube
 
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Borða vel, stilli hausinn, mæti snemma, taka nokkur skot og flétti Björgu Einarsdóttur.
 
Hvernig er síðasta máltíðin fyrir leik? Misjafnt, oftast er banani það síðasta sem ég borða.
 
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Báðum að einhverju leyti. En kannski meira af tapleikjum,
þar finnur maður fleiri hluti til að bæta.
 
Furðulegasti liðsfélaginn? Inga Buzoka, spilaði með mér í Fjölni, skemmtilega furðulegur leikmaður.
 
Besti dómarinn í Domino´s-deildinni? Simmi (Sigmundur Már Herbertsson)
 
Erfiðasti andstæðingurinn? Lele örugglega
 
Þín ráð til ungra leikmanna? Að þú ræður sjálfur hvað þú nærð langt, þarft bara að leggja eins miklu vinnu í þetta eins og þú vilt.
 
Spurning frá Maciej Baginski sem var síðast í 1 á 1:
Hvar mundir vilja að riðill Íslands á Eurobasket 2015 fari fram. Og á að skella sér þangað ?
Frábært að þetta sé í Berlín, og já ég held nú að fjölskyldan fari öll og kíki á nokkra leiki.
 
Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1? Hver er uppáhalds Fóstbræðra sketsinn þinn?