spot_img
HomeFréttirEvrópa ekki síðri kostur

Evrópa ekki síðri kostur

11:00

{mosimage}

Sigurður Elvar spjallaði við Jón Arnór fyrir leik 4 um lífið og tilveruna og það birtist í 24 stundum miðvikudaginn 11. júní.

„Þegar ég var ungur var NBAdeildin það eina sem ég hugsaði um. Ég setti mér það markmið að verða atvinnumaður í NBA án þess að hafa hugmynd um hvað þyrfti til þess. Við gátum séð leiki frá NBA-deildinni á Íslandi og það var viðmiðið sem maður fékk á þeim tíma. Ég hafði aldrei spáð í körfuboltann í Evrópu. Vissi ekki neitt um styrkleika deildanna í Evrópu. Eftir að hafa kynnst þessu frá báðum hliðum þá er ég ekkert svo viss um að NBA sé það eina rétta. Það eru frábær lið í Evrópu sem gefa NBAliðunum ekkert eftir. Ég held að ungir leikmenn á Íslandi hugsi of mikið um NBA, enda er það skiljanlegt þar sem þeir sjá ekki mikið af körfubolta frá Evrópu í sjónvarpi. Á sínum tíma ætlaði ég mér bara að vera ógeðslega góður í körfubolta og ég gerði allt til þess að bæta mig,“ segir Jón Arnór en hann var í herbúðum NBAliðsins Dallas Mavericks í eitt ár án þess að fá tækifæri í deildakeppninni með liðinu.

„Pabbi (Stefán Eggertsson) sá til þess að tónlistarsmekkur minn er fjölbreyttur. Ég hlustaði á Bítlana, Rolling Stones og Cream með honum þegar ég var yngri. Ég kann vel við þessa tónlist og reyndar er ég með mjög breiðan tónlistarsmekk. Ég á það til að setja klassíska tónlist á heima. Þegar ég var yngri var rapptónlistin „það eina rétta“ en að sjálfsögðu hefur það breyst. Mér finnst gaman að hlusta á fjölbreytta tónlist en alternative eða indie rokk er það sem ég hlusta mest á.“  Jón Arnór spilar ekki á hljóðfæri sjálfur en hann lét sig dreyma um að geta glamrað á gítar. „Ég fékk gítar á sínum tíma. Það gerðist ekki neitt. Ég nennti ekki að æfa mig og ég kann því ekki á hljóðfærið. Því miður.“

24 stundir

Mynd: www.napolibasket.com

 

Fréttir
- Auglýsing -