spot_img
HomeFréttirDominos kk: Tölfræðisamantekt á fyrri helmingi deildar

Dominos kk: Tölfræðisamantekt á fyrri helmingi deildar

Nú er Dominosdeildin hálfnuð og liðin fá frí til að meta stöðuna fyrir seinni hluta leiktíðarinnar. Af því tilefni tökum við á Karfan.is saman tölfræði allra liða á fyrri hlutanum og veltum fyrir okkur framhaldinu. 
 
KR-ingar tróna á toppi deildarinnar, ekki bara á töflunni heldur einni í öllum mögulegum tölfræðiliðum. Tindastólsmenn koma skemmtilega á óvart en Grindvíkingar og ÍR-ingar hafa verið óheppnir. 
 
Hvort sem þú ert þjálfari, leikmaður, blaðamaður eða fylgist bara með Dominosdeildinni, þá ættu allir að geta fundið eitthvað gagnlegt í þessari samantekt. 
 
Útreikningarnir sem birtir eru í þessari samantekt byggja á þeirri tölfræði sem birt er á KKÍ.is. Útreikningarnir eru samkvæmt aðferðum þróaðrar tölfræðigreiningar (e. Advanced Statistics) sem er t.d. notuð mikið í umfjöllun um NBA deildina. NBA deildin birtir einnig sambærilega tölfræði á vefsvæði sínu. Lykill að skammstöfunum og útskýringar eru aftast í skjalinu.
 
Hafir þú, lesandi góður, hugmyndir um upplýsingar sem vantar í samantekt sem þessa eða hugmyndir að betri framsetningu þá þætti mér vænt um að fá póst á netfangið [email protected].
 
Fréttir
- Auglýsing -